fimmtudagur, apríl 22, 2004

Jæja elsku fólk

Þá erum við mæðgur komnar heim eftir allt of stutta dvöl á Íslandi. Við höfum það bara gott og ferðin gekk vel milli lands og eyjar. Mér finnst alveg kominn tími á að athuga hagkvæmni jarðganga milli Bretlandseyja og Íslands fyrst maður er farin að þurfa að ferðast svona mikið á milli. Svona er maður nú sjálfhverfur. Það fór ógurlega vel um okkur á Íslandi og vil ég þakka öllum sem stóðu að skemmtiatriðum. Kolaportið gekk vel þrátt fyrir ískulda og rok á sunnudeginum svo það lítur út fyrir að Lavender verði að veruleika í sumar þegar ég dett heim líka.

Annað er að frétta að ég keypti mér í gær Guns´n´Roses Greatest hits og er búin að vera í nostalgíukasti síðan. Lög eins og Paradise City, November Rain og Welcome to the Jungle eru að gleðja mig svo mikið. Þau minna mig á svo einfaldan tíma í mínu lífi þegar ég fór á Brodway um helgar þegar ég var 15 ára, ásamt vinkonum mínum og við kysstum stráka, vönguðum, drukkum vodka (það var ekki búið að leyfa bjórinn minnir mig) og reyktum og vorum jafnframt mestu pæjurnar. Þá eignaðist ég minn fyrsta kærasta, sem móðir mín var alltaf voða hrifin af og hefur hingað til borið alla mína kærasta saman við ;) (eða þannig)
Síðan lenti maður í ástarsorg stundum og þá var voða gott að hlusta á rólegu lögin sem maður tók upp úr útvarpinu og skæla yfir því að manni hafi verið hafnað og að maður ætti örugglega eftir að pipra.
Þó að þetta hafi ekki verið voða steril unglingsár þá minnist ég þeirra með hlýju í hjarta og get enn rifjað upp og hlegið með vinkonum mínum að allri vitleysunni sem þá átti sér stað.

Síðan vil ég einnig mæla með diski með Scissor Sisters sem ég keypti fyrir nokkru, hann er voða skemmtilegur og hressandi eftir alla Nick Cave hlustunina.

Góðar stundir

spider-woman (sem bráðum verður þrítug)

sunnudagur, apríl 11, 2004

Ég er enn á lífi og allir gestirnir eru farnir heim eða til Frakklands áður en þeir fara heim. Það var voða gaman að fá alla og ég drakk óhemju mikinn bjór með öllum og tók nokkra við snúrustaurinn. Takk fyrir komuna Anna K, Atli, Tóta, Anna og Benni. Núna erum við hjónin bara ein í kotinu, ósköp notó og naughty ;)
Svona í tilefni páskanna langar mig að vera með eitt stk predikun og það er um ágæti Nick Cave og Sushi. Ekki endilega saman en ég tel það öllum hollt að taka smá skammta af báðu og finnst hreinlega sorglegt ef fólk fílar ekki Nick Cave og finnst Sushi vont. Þá tel ég að eitthvern misskilning vera í gangi og vil endilega að fólk prófi aftur. Svona getur maður verið afskiptasamur.

Þegar ég var stödd í Oxford um daginn ásamt Önnu K og Atla þá varð á vegi okkar ákaflega gamall, enskur og drukkinn herramaður. Hann settist hjá okkur með lítið kassettutæki og spilaði fyrir okkur voða skemmtileg írsk panflautulög og spjallaði smá. Ég sá alveg fyrir mér að ég yrði svona þegar ég verð gömul, labbandi um með ferðageislaspilara og sushibakka og býðst til að spila Nick Cave fyrir gesti og gangandi. Ég myndi líklega fá eitthvað skemmtilegt viðurnefni eins og Dísa Cave eða Dísa Sushi. Hmmm ég sé þetta alveg fyrir mér.

Vil enda þessa predikun á sálminum Into My Arms sem er að finna á The Boatman's Call.

"I don't believe in an interventionist God
But I know, darling, that you do
But if I did I would kneel down and ask Him
Not to intervene when it came to you
Not to touch a hair on your head
To leave you as you are
And if He felt He had to direct you
Then direct you into my arms"

Gleðilega páska allesammen


spider-woman Cave