Jæja gott fólk
Þá er ég komin "heim" eftir góða dvöl í gamla landinu. Ég á að vera að vinna í rannsókn og ritgerðasmíð en ætla mér að skrifa pínu og svo fer ég að byrja. Ég vil byrja á að þakka öllum sem ég hitti samveruna, sérstaklega móður minni sem hýsti mig og gaf mér þessa fínu vetrarskó. Skósafnið mitt tók mikinn vaxtarkipp í Íslandsdvölinni og stækkaði um þrjú skópör sem öll gegna mikilvægum hlutverkum. Ég fékk semsagt vetrarskó, hælaskó og netskó. Netskórnir gera tánum kleift að anda í heita landinu, svo eru hælaskórnir svona bandaskór, voða fínir við pils og vetrarskórnir... tja... það segir sig sjálft held ég bara. Það er af sem áður var þegar maður var á sínum andspyrnuárum og fór um allt í hermannaskóm, skipti þá engu hvort um var að ræða brúðkaup, útilegur eða bara einfalt djamm. Það voru einfaldir tímar skal ég segja ykkur.
Annað er það að frétta að við erum búin að kaupa okkur bíl hérna í landinu með vinstri umferðinni. Það var fíni bíllinn sem talað er um hér fyrr í mánuðinum sem varð fyrir valinu. Lítill hvítur Ford Fiesta og það er líklega það eina sem ég get sagt ykkur um hann í bili. Það er verið að redda tryggingar og skráningarmálum og fyrr fæ ég hann ekki á götuna. Hann er nefnilega skráður í N-Írlandi og þess vegna er hann víst svona lítið keyrður. Veit ekki með N-Írana hvort þeir fara sinna ferða bara labbandi eða í strætó eða hvort að hlutfall gamall kvenna sem fara í kirkju einu sinni í viku bílandi er mjög hátt þar.
Jæja elsku fólk á Íslandi hafið það sem best og það var gaman að hitta ykkur öll.
spider-woman
P.S. Það voru allir voða fúlir viðmóts í Flugstöð Leifs Eiríkssonar... hvað er með það???? Er verið að búa ferðamenn undir víkingaandann sem á að ríkja á Íslandi? (Svona, ég ætla að stela konunni þinni og brenna húsið þitt attitude) Ef einhver veit á þessu skýringar er sá/sú hinn sami/hin sama (voða erfitt að vera svona feministi) vinsamlega beðin/n um að hafa samband!
Þá er ég komin "heim" eftir góða dvöl í gamla landinu. Ég á að vera að vinna í rannsókn og ritgerðasmíð en ætla mér að skrifa pínu og svo fer ég að byrja. Ég vil byrja á að þakka öllum sem ég hitti samveruna, sérstaklega móður minni sem hýsti mig og gaf mér þessa fínu vetrarskó. Skósafnið mitt tók mikinn vaxtarkipp í Íslandsdvölinni og stækkaði um þrjú skópör sem öll gegna mikilvægum hlutverkum. Ég fékk semsagt vetrarskó, hælaskó og netskó. Netskórnir gera tánum kleift að anda í heita landinu, svo eru hælaskórnir svona bandaskór, voða fínir við pils og vetrarskórnir... tja... það segir sig sjálft held ég bara. Það er af sem áður var þegar maður var á sínum andspyrnuárum og fór um allt í hermannaskóm, skipti þá engu hvort um var að ræða brúðkaup, útilegur eða bara einfalt djamm. Það voru einfaldir tímar skal ég segja ykkur.
Annað er það að frétta að við erum búin að kaupa okkur bíl hérna í landinu með vinstri umferðinni. Það var fíni bíllinn sem talað er um hér fyrr í mánuðinum sem varð fyrir valinu. Lítill hvítur Ford Fiesta og það er líklega það eina sem ég get sagt ykkur um hann í bili. Það er verið að redda tryggingar og skráningarmálum og fyrr fæ ég hann ekki á götuna. Hann er nefnilega skráður í N-Írlandi og þess vegna er hann víst svona lítið keyrður. Veit ekki með N-Írana hvort þeir fara sinna ferða bara labbandi eða í strætó eða hvort að hlutfall gamall kvenna sem fara í kirkju einu sinni í viku bílandi er mjög hátt þar.
Jæja elsku fólk á Íslandi hafið það sem best og það var gaman að hitta ykkur öll.
spider-woman
P.S. Það voru allir voða fúlir viðmóts í Flugstöð Leifs Eiríkssonar... hvað er með það???? Er verið að búa ferðamenn undir víkingaandann sem á að ríkja á Íslandi? (Svona, ég ætla að stela konunni þinni og brenna húsið þitt attitude) Ef einhver veit á þessu skýringar er sá/sú hinn sami/hin sama (voða erfitt að vera svona feministi) vinsamlega beðin/n um að hafa samband!