Missti ég af einhverju? Stendur einhversstaðar skrifað að við eigum öll að vera stanslaust á barmi fullnægingar? Ég spyr bara vegna þess að undanfarið finnst mér ekki þverfótandi fyrir hálfnöktum konum og kynlífsskilaboðum upp um alla veggi. Í háskólanum hjá mér er farið að bjóða upp á námskeið í súludansi, á næturklúbbi einum hér í bæ eru skjáir þar sem fáklæddar stúlkur sveiflast upp og niður súlur, á þeim er kveikt nótt sem nýtan dag og nota bene þetta er næturklúbbur - ekki strippstaður, síðan eru auglýsinga veggspjöld með hálfnöktum konum þar sem stendur brunettes vs blondes, síðan eru hundrað milljón trilljón raunveruleikaþættir þar sem hálfnaktar konur eru spásserandi upp um fjöll og firnindi og flassandi rassi og brjóstum.... og mér finnst þetta bara verða orðið svo þreytt og sorglegt.
Ég sá þátt um daginn á bbc3 þar sem var verið að skoða klám og unglinga og gegnumgangandi var að ungt fólk í dag, sérstaklega ungir karlmenn, hafa ótrúlega brenglaðar hugmyndir um kynlíf og hvað það felur í sér eftir að hafa horft á klám í blöðum, í símanum sínum, á internetinu og í sjónvarpinu. Þeir virkilega halda að helsti draumur ungra stúlkna sé að fá að veita þeim munnmök og stunda kynlíf með öðrum stúlkum meðan þeir horfa glaðir á.
Kynlíf fyrir þeim, eins kynlíf eins og það birtist í klámi, snýst um að stelpurnar framkvæmi eitthvað fyrir þá að horfa á...fyrir þá að njóta. Þetta snýst ekkert um stelpurnar og hvað þær vilja...þær eru bara þarna fyrir þá. Þessarri hugmynd hefur verið haldið svo rækilega að okkur sl. ár að stelpur halda að kynlíf snúist um að þóknast strákum fyrst og fremst og þær sem vilja það ekki eru stimplaðar sem forpokaðar mussukerlingar. Í þættinum var rætt við tvær stúlkur sem voru hluti af stærri hóp af unglingum sem komu reglulega saman um helgar og þeim leist illa á blikuna að þær gætu verið með í þessum hóp mikið lengur því þær voru ekki til í margt það sem strákarnir töfsuðu um í tíma og ótíma. Og þá kemur þetta "if you cant beat them join them" hugarfar og þegar þær gefast upp fyrir því þá verður þetta allt auðveldara og allir geta haldið áfram að vera góðir vinir og þær jafnvel halda að þetta hafi nú bara verið góð hugmynd og sé bara dulítið sexy og gaman.
Síðan halda stelpur að með því að stunda súludans og munnmök að þá séu þær kúl og í góðum málum. Það vill enginn vera eitthvað púkó í venjulegum bol og buxum á meðan hægt er að vera í silfurnærbuxum, netabol og háum stígvélum úti á djamminu. Svo segja þær að að með því að sýna líkama sinn sem mest þá öðlist þær sjálfstraust og vald og geti djammað með strákunum sem jafningjar þeirra því þær eru svo skemmtilegar og frjálslegar. Það sorglega er að þrátt fyrir að konur haldi að þeim hafi gefist aukið frelsi og vald í kynferðismálum þá er alltaf verið að endurvinna sömu gömlu hugmyndirnar að konan eigi að vera til sýnis og afnota fyrir kallinn.
Ég veit ekki af hverju og hvernig þetta gerðist að sjálfsmynd ungra kvenna fór að verða algerlega háð kynlífi og að vera sexy og til taks 24/7. Ég veit heldur ekki af hverju að kynlíf er orðið aðalmálið í öllu þessa dagana? Ég veit bara að eftir að hafa lesið orðaskipti á þónokkrum bloggsíðum varðandi klám ráðstefnu sem á að halda í Reykjavík bráðum að það fauk í mig og hér hef ég ritað það sem hefur verið að berjast um í kollinum á mér í undanfarið. Skítt með það þó að það sé ekki heil brú í þessarri röksemdarfærslu og kannski meikar þetta engan sens en þetta er nú einu sinni mín bloggsíða þannig ég læt þetta fjúka.
Góðar stundir