fimmtudagur, janúar 18, 2007

Nú eru ægileg læti hér í landi út af einhverjum rifrildum og skítkasti sem eiga sér stað í "Celebrity Big Brother" sem er í sjónvarpinu núna. Ég verð að hryggja ykkur lesendur góðir með því að ég hef ekkert fylgst með þessum þætti og hef því ekkert um þetta mál að segja. Ég hef nefnilega fyrir margt löngu gefist upp á að horfa á raunveruleikaþætti hvaða nafni sem þeir nefnast. Það sem fer alveg með mig eru dagbókartökurnar þar sem fólk analyserar á sér naflann um leið og það reynir að stinga hausnum lengra upp í rassgatið á sjálfu sér. Einnig fer mikið púður í það að greina og baktala aðra keppendur.

Eins er ég búin að gefast upp á flestöllum Bandarískum þáttum þannig ég er varla viðræðuhæf. Finnst þeir allir fullir af einhverjum ábúðafullum karlmönnum með sterklega kjálka og fagurlimuðum, anorexiskum ofurbrúnum megabeibum sem tala saman í hálfum hljóðum, annað hvort um sjúkdómsgreiningar, framhjálhald, framliðið fólk eða alkóhólisma.

Annað er það að frétta að hér er alveg rosa rok og á háskólalóðinni lágu tvö tré á hliðinni - ekki lítil tré- heldur frekar stór og vegleg tré. Síðan lá leiðin í bæinn og þar hafði framhlið eins húss fokið niður. Ég og mýslan komust samt heim ófoknar og látum fara vel um okkur á sófanum.

Gaman að sjá ykkur öll í kommentunum í fyrri færslunni þið fáið fullt hús stiga frá mér fyrir að kommenta :D

mánudagur, janúar 15, 2007

Það var einhver frá Danmörku sem var tíuþúsundasti gestur síðunnar (ef mér telst rétt til) Til hamingju með það kære ven! Það eru engin verðlaun því miður, bara gleðin yfir því að hafa fundið þessa stórskemmtilegu bloggsíðu - aftur til hamingju með það. Væri gaman að heyra frá vinningshafanum í kommenti og líka frá ykkur hinum bara svona til að vita hver er að lesa...

laugardagur, janúar 13, 2007

Búin að fatta af hverju Kaupthing banki tók allan peninginn minn um áramótin. Það hefur gleymst að gera ráð fyrir snakki í fjárhagsáætlun áramótaveislunnar og "whatshisface" hefur dregið mitt nafn úr potti og ákveðið að ég yrði sérlegur kostunaraðili. Vildi samt að hann hefði látið mig vita, ég hefði geta gefið honum gamla Nick Rhodes plakatið mitt í leiðinni.

mánudagur, janúar 08, 2007

Jæja best að slá inn restina af ferðasögunni... það er ekki hægt að hafa "cliffhanger" að eilífu...þá endar bara með að einhver dettur fram af klettinum. Sit hér á aðfangadagskvöld klukkan hálf sjö og bíð í ofvæni eftir að þau komi heim úr kirkju svo við getum farið að borða. Er búin að sötra smá sósu svona til að gera biðina bærilegri.

En allavega... rúllustigamanninum var ekki boðið með á oxford street, kannski eins gott því hann hefði eflaust aldrei geta haldið í við okkur. Þær stöllur hreinlega gengu berserksgang í verslunum HM, Nike, Bershka, Mango og einhverjum fleiri sem ég man ekki því á þessarri stundu var ég orðin mjög þreytt og sat einhversstaðar á sokkaleistunum og starði fram fyrir mig með augun tóm. Það er nefnilega ekki sniðugt að fara í víking í háhæluðum stígvélum...best að muna það. En þær stöllur létu engan bilbug á sér finna fyrr en að við höfðum sest niður á sushistað einum góðum...þá var allt í einu bara allt búið. Eftir þrælgott sushi var haldið í lestina og þar hittum við agalega skemmtilegan English Gentleman og konuna hans og hann var ægilega ánægður með okkur og landa okkar hann Mr Bágur (Baugur) sem hafði nýverið keypt öll bréfin hans í House of Fraser. Hann var líka mjög ánægður með ferðina sem hann og frúin höfðu farið í til Íslands og kallaði reglulega yfir til hennar til að staðfesta nú hvað hefði verið gaman. “We had a lovely time there… didn’t we darling?” Og alltaf jánkaði konan og tókst að koma að smá fróðleiksmolum um ferðina “we saw them little ponies there… and you have a lot of birds” o.þ.h..
Herramaðurinn var ekki eins ánægður með hvalveiðarnar og Eyrún var alveg undirbúin í smá fæting en hún er dulítið spennt fyrir veiðunum og ég held bara að hún hafi verið með skutulinn tilbúinn.

Næsti dagur rann upp bjartur og fagur og þá héldu þær stöllur inn í Guildford svona tl að athuga hvort það væri eitthvað þar sem hægt væri að kaupa og komu heim hróðugar með ýmsan varning. (Hérna er minnið eitthvað farið að bregðast)

Svo var haldið til Brighton daginn eftir og þar var chillað aðeins meira og kaffihús og veitingastaðir heimsótt sem og rölt um litlu göturnar með litlu búðunum í rólegheitunum. En móðurskipið HM kallaði alltaf á þær og þar var endað með stæl þegar Anna Karen keypti upp barnadeildina og tók hana með sér heim til Íslands. Þannig ef þið eruð að fara til Brighton ekki búast við því að það sé nein barnadeild þar í HM.

En ég vil nota tækifærið og óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla og þakka þeim stöllum innilega fyrir heimsóknina og vona að þær komi brátt aftur.

kv

Þórdís

föstudagur, janúar 05, 2007


ýmislegt:
Dita Von Teese vill skilja við Marilyn Manson ... ég er alveg eyðilögð hérna því mér finnst þau svo fínt par...sniff :(



Í dag heyrði ég skemmtilega útgáfu af "kláraðu matinn þinn því það eru börn í Afríku sem svelta" setningunni sem maður heyrði stundum hérna í den.

Ása var að kvarta yfir að hún nennti ekki einhverju og þá byrjaði eftirfarandi samtal:

"Jozeph: "You should be grateful you know... there are kids in America that are never allowed to smile"
Ása: Why...?
Jozeph: "Because they are called goths..."



Framhaldið af ferðasögunni er á tölvunni á Íslandi því ég gat ekki póstað og kenni þar Mozilla firefox um... Nú bíð ég þess að fá pistilinn sendan frá Íslandinu góða og þá fáiði að heyra meira af ævintýrum Önnu Karenar og Eyrúnar í útlandinu.

bless á meðan