sunnudagur, október 29, 2006

Hér er ég.... hér er ég... góðan daginn daginn daginn!

Búin að keyra upp til Hull, dvelja þar í nokkra daga og keyra heim aftur. Eldaði áðan hinn stórskemtilega breska rétt Toad in the Hole og bar fram með kartöflumús, grænum baunum og gravy. Ljómandi gott og bætist í hóp breskra rétta sem mér hefur tekist að elda skammlaust. Hinir eru: Sheperds Pie, Fish Pie, Sausage & Mash, English Breakfast, Sunday Roast.

Núna tel ég niður mínúturnar þangað til nýi Royle Family þátturinn kemur á skjáinn...það er bara einn klst langur þáttur og ég þeyttist um allan bæ í dag til að reyna að kaupa tómar spólu svo ég geti tekið hann upp og horft á hann OFT!! Ég á allar seríurnar og ég held að ég hafi horft oftar á þær en flest annað sem ég á..nema kannski Friends... Bestu þættir sem ég hef séð held ég bara sveimér þá...

Jæja best að fara að horfa á klukkuna... afsakið andlausa færslu...


ps

Ásdís manstu?

"hún var góð hún var kát
hún var gæf og eftirlát
daginn út daginn inn.
var hún besti vinur minn"

miðvikudagur, október 18, 2006

Mig langaði að deila með ykkur ljóði sem Mýslan samdi í skólanum:

The Magic Box

I will put in the box,
the roar of a robin,
a puddle of purple pigs,
the smile of a silly snow leopard.

I will put in the box,a wiffy waffy wolverine,
a slippery, sliding sloth,
and a freaky four eyed fox.

My box is fashioned from the elements of crystal,
the front has got the ancient writing of Atlantis.
In the hinges I will put the wings of eagles,
on the lid there is footprints of demons.

I will travel on my box to Australia
and care for animals there
then come back when I am seventy-seven
I'll be safe somewhere.

by Ása Guðmundsdóttir

mánudagur, október 16, 2006

Jájájá...akkúrat...zzzzzz

Afsakið hressleikann á blogginu undanfarið...það er bara úr mér allur blogg vindur og ég hef ekkert að segja ykkur. Ég skrifa, borða, sef, fer stundum í bað og elda og vaska upp..afar spennandi. Ég er orðin svo boring að ég get bara ekki rifið mig yfir neinu...nema kannski þessu "slæðumál" sem er í gangi hérna í UK en ég nenni ekki að vélrita skoðanir mínar á því....

best að fara að leggja sig

zzzzzzzzzzzzz

föstudagur, október 06, 2006

David Hasselhoff´s 50 Greatest Powerballads er í sjónvarpinu núna... lífið bara verður ekki mikið betra :D