föstudagur, október 24, 2003

Jahám... vegna fjölda áskoranna (1) koma hérna pínu fréttir úr Uxbridge til að segja frá ævintýrum foreldra minna á erlendri grund. Þetta er ekki búið að vera neitt túristalegt hjá þeim nema hvað í dag fóru þau hjónin inn í London að sjá sýningu um veðrið sem íslenskur listamaður setti upp í Tate Modern (man ekki alveg hvað kauði heitir á þessarri stundu). Big Ben, Buckingham og Oxford Street hafa alveg fengið að vera í frið þessa ferð og sjónum beint að mun meir spennandi stöðum, þ.e.a.s. IKEA, Legolandi og Watford. Ferðin í IKEA var eins konar pílagrímsferð, þar sem allir sannir IKEA-istar þurfa að koma einu sinni á ævinni. Þangað renndum ég, mamma og músólfur á litla bíl og villtumst all rækilega á leiðinni heim. Legoland var heimsótt í gær og lá við að við frysum fastar við tækin þar og rauð nef og sultardropar settu svip sinn á þá ferð.
Pabbi hefur verið fjarri góðu gamni þar sem hann hefur aðallega verið í öðrum löndum í business erindum en hefur drepið niður fæti öðru hverju.
Helgin fer síðan í ferðalag niður til Isle of Wight en þangað verður lagt af stað snemma í fyrramálið.
Síðan er aðalfréttin að ég og mamma urðum svo spenntar eftir að hafa horft á einn af fjölmörgum home decoration þáttum að við tókum allt húsið í gegn og núna er næstum eins fínt og í sjónvarpinu.
Þannig að mamma hefur eytt dögunum í að gera svona flest það sem hún gerir á Íslandi, þrifa og fara í IKEA. Mér fannnst verst að geta ekki komið henni inn á rannsóknastofuna á Hillingdon Hospital í vinnu í nokkra daga, þá væri eins og hún hefði bara ekkert farið af landi brott.

Jæja börnin góð, fréttir frá IoW verða í næsta þætti.

yours

spider-woman

mánudagur, október 13, 2003

Þá er búið að skila, reyndar svolítið síðan en ég var bara búin að fá svo mikið ógeð á tölvum að ég ákvað að vera ekkert að pína mig til að skrifa. Afsakið litla fólk sem vonandi enn les þessa síðu.
Semsagt Meistararitgerðin: Understanding the Game: Views on Player Killing in MMORPG Communities er komin til skila við mikinn fögnuð viðstaddra. Úff ég var svo búin eftir að ég skilaði að ég datt kylliflöt á bílastæðinu í Brunel. Var með fartölvuna hans Atla og fékk algert sjokk og haltraði í bílinn og keyrði heim á 90 og hljóp inn í hús með tölvuna eins og lasið barn og æpti á Jozeph að koma að skoða hana. Þetta var svolítið eins og í Bráðavaktinni. Nema hvað tölvan reyndist í góðu lagi en hnéð á mér ekki sem var voða bólgið, blátt og blóðugt. Ég veit ekki alveg hvað þetta er með þessa ritgerð en hún er búin að valda ófremdarástandi í lífi mínu og annarra. Takk til allra sem lögðu hönd á plóginn, þið vitið hver þið eruð ;)

Ég kenndi fyrsta tímann og annan tímann minn á mánudaginn síðasta. Tveir hópar af fínasta fólki sem ég sagði nokkra brandara og hafði þetta allt á léttu nótunum. Tók það fram að þau mættu hlæja að hreimnum mínum og ættu endilega að spyrja ef þau skildu mig ekki. Þeim fannst það bara voða almennilegt. Þetta eru flestallt stúlkur en aðeins 4 strákar.
Þannig þetta gekk eins og í sögu, það var náttúrulega enginn búin að lesa heima og enginn vissi neitt þannig við bara ræddum okkar daglega líf í tengslum við efni tímans sem var subcultures. Allt gekk vel og ég er voða stolt af sjálfri mér, vei vei.

Það er helst að frétta af Ásu tásu að hún gerir garðinn frægan hérna megin hafsins. Það var skólaskemmtun um daginn þar sem nokkrir krakkar úr hverjum bekk voru með einhvern gjörning. Ég var pínu spæld og hugsaði með mér að það væri því alls ekki víst að maður sæi nokkuð til Ásunnar. En viti menn!!! Þarna steig stúlkan á svið og var sögumaður í litlum leikþætti og sagði söguna af Mr. Greedy á meðan þrír litli vinir hennar léku þorpsbúa. Hún talaði hátt og snjallt og með þessum líka lundúnahreim, fyrir framan fullan sal af fólki . Ég og Jozeph rifnuðum næstum af stolti.

Karenbeib er flutt úr Tanglewood á klakann ásamt Atla og er hennar sárt saknað. Nú hef ég engan til að hneykslast með mér á vitleysuni í Bretanum, sniff sniff. En hún sagði að hún myndi koma í heimsókn bráðum þannig að vinsængurnar eru í viðbragðsstöðu.

Bless í bili litlu blóm

spider-woman