Jahám... vegna fjölda áskoranna (1) koma hérna pínu fréttir úr Uxbridge til að segja frá ævintýrum foreldra minna á erlendri grund. Þetta er ekki búið að vera neitt túristalegt hjá þeim nema hvað í dag fóru þau hjónin inn í London að sjá sýningu um veðrið sem íslenskur listamaður setti upp í Tate Modern (man ekki alveg hvað kauði heitir á þessarri stundu). Big Ben, Buckingham og Oxford Street hafa alveg fengið að vera í frið þessa ferð og sjónum beint að mun meir spennandi stöðum, þ.e.a.s. IKEA, Legolandi og Watford. Ferðin í IKEA var eins konar pílagrímsferð, þar sem allir sannir IKEA-istar þurfa að koma einu sinni á ævinni. Þangað renndum ég, mamma og músólfur á litla bíl og villtumst all rækilega á leiðinni heim. Legoland var heimsótt í gær og lá við að við frysum fastar við tækin þar og rauð nef og sultardropar settu svip sinn á þá ferð.
Pabbi hefur verið fjarri góðu gamni þar sem hann hefur aðallega verið í öðrum löndum í business erindum en hefur drepið niður fæti öðru hverju.
Helgin fer síðan í ferðalag niður til Isle of Wight en þangað verður lagt af stað snemma í fyrramálið.
Síðan er aðalfréttin að ég og mamma urðum svo spenntar eftir að hafa horft á einn af fjölmörgum home decoration þáttum að við tókum allt húsið í gegn og núna er næstum eins fínt og í sjónvarpinu.
Þannig að mamma hefur eytt dögunum í að gera svona flest það sem hún gerir á Íslandi, þrifa og fara í IKEA. Mér fannnst verst að geta ekki komið henni inn á rannsóknastofuna á Hillingdon Hospital í vinnu í nokkra daga, þá væri eins og hún hefði bara ekkert farið af landi brott.
Jæja börnin góð, fréttir frá IoW verða í næsta þætti.
yours
spider-woman
Pabbi hefur verið fjarri góðu gamni þar sem hann hefur aðallega verið í öðrum löndum í business erindum en hefur drepið niður fæti öðru hverju.
Helgin fer síðan í ferðalag niður til Isle of Wight en þangað verður lagt af stað snemma í fyrramálið.
Síðan er aðalfréttin að ég og mamma urðum svo spenntar eftir að hafa horft á einn af fjölmörgum home decoration þáttum að við tókum allt húsið í gegn og núna er næstum eins fínt og í sjónvarpinu.
Þannig að mamma hefur eytt dögunum í að gera svona flest það sem hún gerir á Íslandi, þrifa og fara í IKEA. Mér fannnst verst að geta ekki komið henni inn á rannsóknastofuna á Hillingdon Hospital í vinnu í nokkra daga, þá væri eins og hún hefði bara ekkert farið af landi brott.
Jæja börnin góð, fréttir frá IoW verða í næsta þætti.
yours
spider-woman