þriðjudagur, febrúar 12, 2013

Jæja þá

Heyrðu nú mig, þetta gengur ekki!  Síðasta blogg er síðan í gamla daga og það ertu takmörk fyrir því hvað fólk nennir að lesa um svartan ís.  Hér koma nýjustu fréttir.  Þeim er ekki raðað eftir mikilvægi heldur í hvaða röð þær koma upp í hugann:

1.  Ég er komin með gleraugu!  Ég var farin að fá svo mikla höfuðverki eftir að vinna við tölvuna að ég fór í sjónmælingu og þar kom á daginn að ég var með sjónskekkju.  Ég vil taka það fram að ég er enn með fullkomna sjón (fjar og nær)

2.  Ása er núna stoltur eigandi tveggja verðlaunapeninga frá South Midlands Championship í Tae Kwon Do. 





3.  Við komum til Íslands 3. Apríl - 15. Apríl (þ.e.a.s. Ég og Ása) og þá verður nú kátt í höllinni.  Ég mun kenna tvo fyrirlestra við HÍ um Internet tölvuleiki annars vegar og Internet klám hinsvegar.  Er búin að flytja tvo fyrirlestra í þessum kúrsi í gegnum skype sem tókst svona ljómandi vel.  Flottir og áhugasamir nemendur atarna!

4.  Ég er búin að uppgötva nýjan uppáhaldsþátt og er búin að rífa í mig 3 seríur á mettíma.  Hef ekki orðið svona obsessed síðan ég uppgötvaði The Wire hérna í den.  Þetta eru franskir þættir sem heita á ensku Spiral en á frönsku Engrenages.  Sería 4 byrjaði á BBC 4 um helgina og ég er að fara á Spiral deit á eftir þar sem ég og Lizzie vinkona ætlum að horfa á þættina á sama tíma og senda hvorri annarri sms á meðan! 

Það er ábyggilega eitthvað fleira að frétta og ég mun verða duglegri að blogga!


föstudagur, desember 14, 2012

Svartur Ís

Vöknuðum í morgun við að veröldin hafði breyst í skautasvell.  Þetta gerist nokkuð oft hérna á veturna að svo kallaður "black ice" myndast yfir nótt þegar hitastigið er að flakka um frostmark og rigning fellur á jörð og snöggfrýs svo. Svellið sést ekki svo vel í þokunni þannig að hérna dettur fólk hægri vinstri og er eldra fólki og klaufsku fólki bent á að halda sig heima á meðan þetta gengur yfir.  Þessu man ég ekki eftir á Íslandi - en þetta er voðalega mikið vesen af því að hér eru göngustígar ekki saltaðir og ekki litlar götur.  Greyið strákurinn hérna við hliðina á okkur var á leið í skólann og datt bara um leið og hann steig út fyrir dyrnar.  Ása er enn heima af því að það er of hættulegt að labba í skólann - hún er reyndar bara nokkuð kát með það og situr og horfir á Game of Thrones - ég er ekkert að rifna af hamingju yfir því en það er efni í aðra bloggfærslu.


miðvikudagur, desember 05, 2012

Kommúnistaferðir sf.


Þegar kemur að ferðalögum þá hef ég alltaf verið pínu óviss um hvert mig langar að fara.  Ég hef aldrei átt mér uppáhaldsland sem mig hefur alltaf langað til að heimsækja og hefur alltaf fundist ég vera pínu útundan í samtölum um ferðalög til landa sem fólki finnst spennandi.  Fyrir nokkru sá ég þátt á BBC þar sem var verið að ræða ferðalög og túrisma og þar var því haldið fram að fólk sem ferðaðist til að sinna áhugamálum eða hugðarefnum væru ánægðust með ferðalögin sín.  Þar var rætt við mann sem hafði mikinn áhuga á skriðdrekum og stríði og öll hans ferðalög snerust um það að skoða skriðdreka og stríðssöfn.  Síðan var rætt við fólk sem ferðaðist til að fylgjast með íþróttaatburðum eins og fótbolta, hjólreiðum ofl. 

Ég hef núna komist að því hvað myndi gleðja mitt hjarta svo mikið að mig langaði til að ferðast til annarra landa til að skoða og það eru minnismerki um kommúnisma í Austur Evrópu og fyrrum Sovíetríkjunum.  Ég fann nefnilega á rölti mínu um netið í gærkvöldi myndir af BuzludzhaMonument í Búlgaríu og ég er búin að vera í kasti síðan!  Mig langar svo að fara að skoða þetta!  Hver vill koma með?  Hérna fyrir neðan er ein mynd af byggingunni en ef þið fylgið linknum þá fáiði að sjá myndir innan úr húsinu og ég hef bara aldrei séð svona flott á ævi minni!!! (þið sjáið á fjölda upphrópunarmerkja hversu spennt ég er)
 
 
Ég hef líka bætt á linka listann minn link á 28 Days Later Forum þar sem eru myndir frá áhugafólki um Urban Exploration, sem ferðast um og taka myndir af yfirgefnum húsum og byggingum í Bretlandi og Evrópu aðallega.  Ég hef lengi fylgst með þessarri síðu og þarna sá ég fyrst myndir af Buzludzha.  Tékkið á þessu, sumar af myndunum eru rosalega flottar!  Þetta er sett upp eins og spjallborð þannig að þið þurfið að fara inn í þræðina til að sjá myndirnar.

 

Tae Kwon Do British Championships

Jæja loksins kemur vídeóið fræga þar sem þið fáið að sjá slaginn hennar Ásu.  Hún tapaði með eins stigs mun og stóð sig eins og hetja.  Eitt af stigunum hennar var af einhverjum ástæðum 'disallowed' og við vitum ekki af hverju en ef það hefði verið látið standa þá hefðu þær slegist eitthvað áfram.  Ég vil taka það fram að Ása er bara búin að æfa sparring í rúma tvo mánuði og þetta er fyrsta keppnin hennar og ein af þeim erfiðari þar sem þetta voru The British Championships - hún réðist ekki alveg á garðinn þar sem hann er lægstur.  Hún er að fara í grading á laugardaginn þar sem hún mun reyna við grænt belti með blárri rönd þannig að nú eiga allir að krossa fingur.  Hún ætlar að halda áfram að keppa þannig við leyfum ykkur að fylgjast með.

Loksins er vídeóið góða komið á sinn stað.  Ása er sú sem er til hægri (með rautt tagl)

 

sunnudagur, desember 02, 2012

Glasvegas Tónleikar

Ég mun birta söguna af Tae Kwon Do keppninni hennar Ásu innan skamms og setja upp vídeóið þar sem þið getið séð bardagan ógurlega.  Ása tapaði með aðeins eins stigs mun og stóð sig eins og hetja!

En það sem er að gerast í dag er að við fjölskyldan erum að fara til Manchester á rokktónleika með Glasvegas, sem er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum.  Ása og Joseph eru líka aðdáendur, þess vegna fá þau að fljóta með.  Þetta verða fyrstu tónleikarnir hennar Ásu og hún er svaka spennt.

Hérna eru Glasvegas að taka Geraldine vei vei!

föstudagur, nóvember 23, 2012

Kjollinn: Part III

Afsakid uppstillinguna :)

fimmtudagur, nóvember 22, 2012

Update!

Kjollinn er a leidinni i hus :)  Vei Vei!

miðvikudagur, nóvember 21, 2012

Asa tilvonandi Tae Kwon Do Meistari


Herna ma sja Asu aefa af krafti, med Joseph, fyrir Tae Kwon Do motid a sunnudaginnThad ma ekki taka video af keppninni sjalfri svo thetta verdur ad duga i bili. Ytid a ferninginn til ad sja full screen.

ps. Afsakid vontun a islenskum stofum, tolvan min trausta datt um koll og do - er buin ad panta nyja og hun er rosalega flott!