föstudagur, október 19, 2012

The Button Tin

Segir nú af ferðum mínum til Rotherham þar sem ég eyddi síðasta Sunnudegi í að læra að búta til Vintage fylgihluti hjá Gemma Nemer í The Button Tin, ásamt Lizzie og Zoey.  Í krúttlegasta litla húsi í Rotherham er lítil vinnustofa þar sem hægt er að sækja eins dags námskeið hjá Gemmu í að búa til allt mögulegt.  Hún kennir fólki að sauma kjóla, búa til skartgripi og hatta.  Ein af megin ástæðunum sem ég ákvað að blogga um þetta á íslensku er að sýna ykkur myndirnar af vinnustofunni og því sem við bjuggum til.  Það var rosalega notalegt að eyða þarna degi við að sauma og hlusta á gamla tónlist.  Það var mikið um tedrykkju og í lok dagsins var boðið upp á kökur.  Gemma er mjög hjálpleg og vinaleg, endilega heimsækið bloggið hennar.  Ef þið komið í heimsókn þá getum við skellt okkur á námskeið kannski.


The Button Tin er í þessu litla húsi sem er inn í öðru stærra húsi. Mér skildist á Gemma að þetta væri gamalt viktorianskt hús sem var rekið sem markaður.  Núna eru litlar búðir og kaffihús í plássinu sem umlykur The Button Tin.


 Plássið er fagurlega skreytt með fallegu vintage dóti.


 Zoey gerði þessar litlu eyrnalokka og stóra blómið er hárspenna.



 Ég bjó til dökkbláa armbandið og hvítu næluna.  Græna armbandið er sýnishorn frá Gemma.

Eins og sést var mikið te drukkið á meðan á föndrinu stóð.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hefur verið rosa skemmtilegt hjá ykkur. Fallegt armbandið þitt....sé þig alveg fyrir mér með það :)
Bestu kveðjur,
Anna Karen

11:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott armband
kv Anna

3:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home