þriðjudagur, október 02, 2012

Loksins myndir

Ég er nú meiri svikahrappurinn.  Lofa öllu fögru en ekkert gerist.  Mér til afsökunar hef ég mikla þreytu sem hlýst af því að kenna félagsfræðikenningar hinum megin á hnettinum og tæknilega örðugleika við að ná myndum af símanum mínum.  Fartölvan mín vildi bara ekkert kannast við að það væru neinar myndir á símanum mínum í Hong Kong.  Ég hef núna kynnt símann fyrir alvöru tölvunni minni og þau virðast vera betri vinir.  Ég ætlaði að kaupa mér myndavél í Hong Kong en þreytan og bónusbuddan hann Joseph komu í veg fyrir það. 

Núna erum við komin heim við mikinn fögnuð fjölskyldumeðlima og vina og í stuttu máli var ferðin algert æði.  Við fengum svaka flott hótelherbergi með stæsta rúmi sem sögur fara af.  Síðan við komum heim erum við endalaust að slást í okkar litla rúmi og tautum í svefnrofunum "we definitely need a bigger bed".  Einn veggurinn á hótelherberginu var bara einn stór gluggi með svaka flottu útsýni yfir Kowloon, sem kætti okkur mikið. 

Þessar ferðir eru oft dulítið skrýtnar af því að það fer svo mikil orka í að komast yfir í rétt tímabelti og síðan að þurfa að kenna annan hvern dag 2x3kls fyrirlestra í senn. Þannig að það fór mikill tími í að plana allt það sem við ætluðum að gera en síðan var ekki alveg nóg fylgt eftir.  Við náðum þó að heimsækja Lamma Island og Lantau Island sem eru eyjar fyrir utan Hong Kong.  Þá komumst við á bát, við mikinn fögnuð frá mér (þarf að fara að redda mér fleiri bátsferðum) og síðan smá rútuferð upp á fjall, við lítinn fögnuð Josephs af því að hann varð voða bílveikur og neitaði næstum að fara aftur í rútuna svo við kæmumst heim.  Ég hélt á tímabili að við þyrftum að setjast að á Lantau Island.

Á Lantau Island heimsóttum Po Lin Monastery og Risastóru Búddastyttuna.   Ég var alveg hugfangin af styttunni.  Hún er hol að innan og þar er safn þar sem má ekki tala né taka myndir.  Ég held svei mér þá að þetta sé eftirminnilegasti staður sem ég hef heimsótt.
Á Lamma Island vorum við bara í væflinu, fundum okkar litlu strönd þar sem ég tíndi skeljar og hitti hund sem ég tók myndir af (já ég er orðin þannig manneskja sem tekur myndir af ókunnugum hundum - hjálp óskast)

Heyrðu, hérna eru nokkrar myndir til að gleðja ykkur.  Ég set inn fleiri þegar ég næ í símann hans Josephs. Hann er með magnaðar myndir af mér þegar við heimsóttum the path of wisdom.  Stay Tuned










1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nice glugginn á hótelherberginu!!
I will stay tuned ;)
Hlakka til að heyra frá þér.
Bestu kveðjur,
Anna Karen

3:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home