þriðjudagur, júlí 06, 2010

Best að halda áfram á svipuðum nótum. Eitt sem hefur lengi brunnið á mér og það er þessi ægilega aðför að konum í fjölmiðlum og þjóðlífi á Íslandi nýverið. Það virðist sem karlar komist upp með að vaða upp um allt á skítugum skónum við lítil viðbrögð (mesta lagi eitthvað röfl hér og þar). Hinsvegar vílar fólk ekki fyrir sér að tjalda fyrir utan hjá stjórnmálakonum (Þorgerður og Steinunn Valdís) sem viðhafa svipuð vinnubrögð og mótmæla með hrópum og köllum þangað til þær segja af sér. Ég hef séð lítil viðbrögð frá karlkyns stjórnmálamönnum sem hafa verið ásakaðir um svipaða hluti. Seinast þegar ég vissi hafði Gísli Marteinn ekki haft tíma til að athuga hverjir styrktu hann – á eitthvað að fara að tjalda fyrir utan hjá honum? Ekki að ég sé að mæla því bót að heimili fólks verði vettvangur hrópa og mótmæla og enn síður vil ég mæla bót að það sé leyndó hver styrkir stjórnmálafólk. Vildi bara benda á að þarna er ákveðið misræmi og það virðist vera að konur séu dæmdar harðar en karlar.

Æsingurinn yfir öllu sem Sóley Tómasdóttir lætur frá sér fara er nú efni í aðra bloggfærslu og jafnvel líka bara 300 blaðsíðna bók. Það virðist vera að hún megi nú bara ekki segja neitt núorðið þá verður allt vitlaust. Hvað með það að henni hafi brugðið þegar hún frétti að hún gengi með strák – ég er viss um að hugsanir yfir óléttu og kyni barna eru nú bara alveg algengar og allt í lagi að viðurkenna þær. Langflestu fólki tekst nú að komast yfir þessar hugsanir á nokkrum mínutum/dögum og elskar börnin sín alveg jafn mikið og kemur þeim til manns.

Ég viðurkenni hér með að ég hafði miklar efasemdir um mína óléttu, hélt að ég yrði alveg ómöguleg móðir og hugsaði mikið um að ef þetta yrði strákur þá myndi ég bara kannski ekkert vita hvernig ætti að ala hann upp. Ég er samt örugg að Ása hefði verið Ásbergur þá hefði ég nú bara hysjað upp um mig og tekist vel til. Þetta eru bara alveg normal hugsanir fólks sem er að fara út í eitthvað sem er eins óþekkt og foreldrahlutverkið. Get a grip people!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home