þriðjudagur, október 07, 2008


Grobb dagsins part III


Takk kæra fólk fyrir allar hamingjuóskirnar í kommentakerfinu og afsakið hvað hefur verið hljótt hérna á blogginu undanfarið. Þegar kona er orðin doktor þá verður hún nefnilega svo afskaplega upptekin (lesist Löt)

Þessi færsla er helguð skópari sem ég keypti mér til að halda upp á vörnina góðu.

Það er nefnilega engin kreppa hér á bæ að frátaldri kreppunni sem hefur verið viðloðandi undanfarin 6 ár.

ég sendi sterka strauma yfir hafið og þið látið mig vita ef þið viljið að ég sendi matarböggla héðan frá Englandi.

kv

Þórdís

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flottir skór. Við verðum að hittast aftur á msn-inu og skoða skó saman á netinu. Til hamingju aftur með titilinn, flottur árangur.
Kveðja
Sólveig

9:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ. Svakalega áttu flotta skó. Til lukku með þá.
Gott að heyra frá þér í svartnættinu hér á Fróni, andsk. hvað allt er ömurlegt hér. En hvað með það, halda skal maður ró sinni og brosa gegnum tárin, sem öruggleg falla bæði mörg og stór um þessar mundir. Það rignir bæði úti og inni.
Kveðja, ILH.

9:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home