sunnudagur, júní 01, 2008

Hæ mýs!
Ég held að enginn detti hérna inn lengur en mamma sagði að ég ætti að blogga sumarblogg og þar sem ég er með eindæmum hlýðin þá koma hérna nokkrar línur.
Ég er búin að skila doktorsritgerðinni minni inn til varnar. Hún er agalega stór og gáfuleg - 235 síður af ....uuuu...ég man ekki alveg hvað er í henni lengur. Ég er ekki búin að fá dagsetningu á vörn af því að andmælandakonan sem var búin að lofa að koma varð allt í einu voða busy og dró sig í hlé.
Mýsla er að fara í sumarferðalag með skólanum til Isle of Wight I 4 nætur og er agalega spennt.
Ég er byrjuð að vinna tímabundið sem skrifstofukona á nálægri geðdeild og skemmti mér afar vel í þeirri vinnu enda að vinna með mjög almennilegu fólki. Ég er að líta í kringum mig eftir framtíðarstarfi en er eitthvað voða óákveðin hvað ég vil gera þannig að ekki vera að spyrja mig - því ég hef engin svör.
Ég held það sé bara ekkert að frétta meira en ef svo verður þá fáið þið fyrst að heyra fréttirnar :D

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er sannarlega betra en ekkert! Gott að allt gengur vel.
Hvað með sumarið. Fáum við e.t.v. að sjá ykkur hér heima?
Bestu kveður.
ILH.

8:21 f.h.  
Blogger Unknown said...

Ég datt inn - var eiginlega búin að gefa þig upp á bátinn en eins og þú veist þá er allt betra en að sitja og skrifa eitthvað gáfulegt í þetta doktorsverkefnisrassgat! Mikið vildi ég að ég væri með þér hjá geddunum - finnt einhvern vegin ég eigi meira sameignleg með þeim en akademikerunum sem eru SVO BOOOORING. Hlakka mjög til að sjá þig í sumar og skála við þig dr. Þórdís.

3:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ nafna
Gott að sjá að það er enn líf í þér ég fer oft inná síðuna þína.
Langar bara orðið til að fá að sjá og spjalla við ykkur kær kveðja að vestan Þórdís

10:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ krútt.
Vildi bara láta þig vita að ég dett alltaf hér inn :o)
Þannig að ég er alltaf til í meira blogg.
Knús.
Anna Karen

1:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home