fimmtudagur, september 13, 2012

Sæl og bless

Jæja litlu mýs.

Fyrst að þið hafið rekið inn nefið þá er það ábyggilega til að fylgjast með ævintýrum okkar hjónakorna í Hong Kong.

Eins og í fyrra, þegar þið gátuð fylgst með ferðalaginu á Facebook, þá er ég að fara að kenna stuttan kúrs í Kenningum í Félagsfræði við City University of Hong Kong fyrir hönd Sheffield Hallam University þar sem ég er stundakennari.

Mín aðalvinna er samt við The University of Manchester, nánar tiltekið Manchester Institute of Innovation Research þar sem ég vinn við rannsóknir já já.

Hong Kong er skemmtilegasti staður sem ég hef komið til og ég bilaðist af hamingju þegar Sheffield fólkið bað mig að fara aftur. Við fljúgum af stað á morgun og hér sit ég, allt í drasli, ekkert búin að pakka og hef mig ekki í neitt. 

Mig langaði að byrja á því að birta mynd af okkur sem við tókum í fyrra á ströndinni á Lamma Island sem er rétt fyrir utan Hong Kong.  Þetta er uppáhaldsmyndin hennar Ásdísar systur og mig langaði að gleðja hana :)

4 Comments:

Blogger Ásdís said...

Jiiii takk fyrir að setja inn myndina. Ég kættist alveg ofsalega :)

11:42 f.h.  
Blogger Ásdís said...

JÆJA...

9:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ekkert að frétta???

3:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sorry, Anna hér! ekkert að frétta ?

3:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home