föstudagur, október 19, 2012

Fjallaferðir Þórdísar og Millie

Jæja litlu mýs.

Í gærkvöldi, þegar ég var andvaka, las ég nokkur af gömlu bloggunum mínum og skemmti mér gríðarlega vel.  Í fyrsta lagi var ég rosalega fyndin og í öðru lagi var fullt af kommentum í gamla daga frá góðu fólki.  Þetta var áður en Facebook kom og eyðilagði allt.  Mig langaði að vita hvort að einhver les ennþá þetta blogg, ef svo er viljiði kvitta í komment.  Það væri voða gaman að sjá ykkur.

Í fréttum er það helst að ég og Milli vorum að koma af hundafundi og nú er ég að reyna að koma mér af stað í vinnu en mundi allt í einu að ég þurfti að blogga smá.  Aðalfréttirnar eru nú samt að ég ætla að kaupa mér bíl fyrir Hong Kong peninginn minn þannig nú eyði ég mörgum stundum á netinu að skoða bíla. Mig vantar lítinn bíl sem er samt með nógu stóru skotti fyrir einn hund eða kannski tvo hunda.  Þegar bíllinn er kominn í höfn ætlum ég og Milli nefnilega að brenna yfir í The Peak District sem er bara korters keyrsla í burtu.  Ég sé fyrir mér í hillingum að það verði svona "The Great Outdoors" (sagt með skoskum hreim) stemming.  Ég er farin að skoða gönguskó á netinu líka þannig að það styttist í að ég verði fjallakona mikil.  Djöfull verður það spennandi!!

kveð í bili

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

11:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já láttu okkur fylgjast með.
kveðja úr Karfó

9:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En spennandi!!
Bestu kveðjur,
Anna Karen

11:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home