þriðjudagur, október 09, 2012

"Sem heitir réttu nafni"...

Af hverju eru íslenskir fjölmiðlar svona staðfastir á því að allir fái að vita "rétt nafn" listamanna?  DV er nú búið að tyggja á því hvað rétt nafn Lady Gaga sé núna sem dögum skiptir.  Ég tók líka eftir þessu þegar fréttir bárust enn af Marilyn Manson að íslenskir fjölmiðlar þurftu að koma á framfæri réttu nafni hans og þáverandi konunnar hans Dita von Teese.  Google segir mér að það séu, á víðáttum alnetsins, 17,300 skipti þar sem orðaröðin "sem heitir réttu nafni" er notuð.

Hvað er málið?  Svör óskast í kommenti?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er íslenska sveitamenningin. "Hverra manna er hann/hún" Örugglega einhverjir sem telja Lady Gaga vera afkomanda Hallgerðar Langbrókar.
kv. Halla Magna

4:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það hljómar bara nokkuð sennilega frænka góð! Rosalega er gaman að sjá þig hérna! Er ekki allt gott að frétta?

7:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú það er bara allt í þessu fína, ég var lengi búin að fylgjast með blogginu þínu en það var aldrei neitt að gera og svo þegar ég gafst upp fórstu að blogga á fullu svo vonandi heldur það áfram hjá þér.

6:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home