föstudagur, október 05, 2012

Meiri myndir

Best að skella inn fleiri myndum sem ég náði í á símanum hans Joseph.  Ég verð að viðurkenna að ég er ennþá alveg rosa þreytt og samt er vika síðan við lentum.  Viljiði segja mér að þetta sé alveg eðlilegt og að ég sé ekki eymingi takk takk.

 Þarna er ég og fleira fólk í Hong Kong.



 Nathan Road, þar sem hótelið okkar var.
 Kona í gulu pilsi.
 Joseph var enn pínu skemmdur eftir rútuferðina eins og sést.
 Þetta fína listaverk var á almenningsklósettinu hjá honum stóra Búdda. Joseph dundaði sér við að taka mynd af því á meðan hann róaði taugarnar eftir rútuferðina ógurlegu.  Ég beið fyrir utan og hélt að hann væri strokinn eða kannski bara í yfirliði.

 Ég var rosalega hrifinn af þessarri styttu af því að hún er með svo góðlegt augnaráð. 
 Þórdís á viskustígnum, sjáiði ekki alla viskuna!
 Joseph og hermaður hanans.  Haninn er kínverska stjörnumerkið hans Josephs sem kemur engum á óvart.
Joseph gekk til liðs við Wing Chun klúbb í tvær vikur og eignaðist voða góða vini.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

oooohhhh hvað hefur verið gaman hjá ykkur. Og þú ert ekkert smá fín og flott á öllum myndunum, algjör ofurskvísa :)
Bestu kveðjur,
Anna Karen

8:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Flottar myndir og já það er alveg eðlilegt að maður verði þreyttur eftir svona ferðalag. kveðja pabbi

9:40 e.h.  
Blogger Ásdís said...

En skemmtilegar myndir. Bið að heilsa gula pilsinu.

7:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home