mánudagur, október 29, 2012

Hassbolti

Á sunnudaginn eignaðist Milli forlátan hassbolta henni til mikillar gleði.  Milli er bolta hundur mikill og finnst afskaplega gaman að sækja bolta sem ég fleygi út í loftið.  Þetta verður þó að gerast í öruggu umhverfi svo að hún geti einbeitt sér.  Þess vegna heimsækjum við stundum Joseph í vinnuna en þar er stór garður sem hægt er að hlaupa um.  Á sunnudaginn vorum við að leika með bleikan bolta, ein eitt skiptið kom Milli afar hróðug til baka með gulan tennisbolta sem  hún hafði fundið í grasinu og hún vildi bara leika með hann, svo að við tókum hann með heim og hann fór í boltakörfuna í stofunni.  Nokkrum klst síðar kemur Ása heim úr heimsókn og segir "Mamma, það er rosalega mikil hasslykt í stofunni"* og viti menn, það var alveg rétt hjá henni. Við gátum þó ekki fundið út hvaðan hún kom og ég lagði til að kannski væri þetta af imolíu sem ég hafði verið að brenna fyrr um daginn. 

Í dag var það sama sagan og eftir mikið þef fann ég út að lyktin kom frá nýja boltanum sem Millie hafði fundið.  Eftir miklar pælingar mundum við að svæðið sem að Joseph vaktar er notað fyrir þjálfun lögregluhunda og við getum okkur þess til að boltinn sé þeirra þjálfunartæki.

*Mér finnst ég verði að útskýra núna af hverju Ása þekkir hasslykt en það er vegna nágranna okkar sem búa í þarnæsta húsi.  Þau eru hassfólk mikið og reykja sér til skemmtunar úti í garði þannig að lyktin fer ekki framhjá neinum.  Löggan er búin að brjóta niður hurðina þeirra einu sinni en þau reykja samt bara áfram glöð í bragði.

Segiði svo að það sé ekki allt að gerast hérna í Sheffield

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svo þetta er leynilögregluhundur sem þú átt.
kv. Halla

6:03 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Já við Millie erum eins og Lögregluhundurinn Rex og vinur hans þýski :)

3:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Greinilega allt að gerast! Gott að þú útskýrðir þetta með Ásu ;)
Kv.
Anna Karen

11:01 f.h.  
Blogger londonbaby said...

Já mér fannst ég verða að fara varlega, vildi ekki að lögreglan bryti niður hurðina mína líka :)

12:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home