föstudagur, október 26, 2012

Að vinna heima

Undanfarna mánuði hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna mest heima við tölvuna mína.  Ég fer í lest til Manchester 1-2svar í viku á fundi og þess háttar en annars er ég bara hérna heima að tölvast.  Við þetta eru ýmsir kostir en einnig ókostir sem hérna verðar frekar reifaðir:

Kostir:
Ég get farið út að labba með Millie á morgnana og hitt hundavini okkar
Ég get unnið í náttfötunum/hundagöngufötunum
Ég get hlustað á asnalegustu tónlist í heimi á meðan ég vinn og þarf ekki að nota headphones OG ég get sungið með (nema þegar Joseph er heima)
Ég er heima þegar Ása kemur heim og þá get ég spurt hana skemmtilegra spurninga eins og "Hvernig var í skólanum í dag?" og "Geturðu komið með tebolla handa mér?"

Ókostir:
Ég get unnið í náttfötunum - ekki smart að eyða heilum degi í náttfötunum er það?
Stundum tala ég mjög mikið við Millie af því að hún er eina lifandi veran í kringum mig (eins og lesendur vita þá er hún heyrnarlaus)
Stundum þarf ég að þrífa ofninn meira en ég þarf að vinna
Það eru lítil skil á milli heimilis og vinnu - þetta hélt ég alltaf að væri bara eitthvað nýaldarröfl en þessi skil eru mjög mikilvæg.

Já þannig er nú það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home