miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Þessa villu fæ ég upp þegar ég er að reyna að spila viss lög á windows media player sem ég er nýbúin að updeita í 10 að ég held. Og það skemmtilega er að þetta eru þau lög sem ég keypti af MSN music UK í gegnum einmitt Windows Media Player. Síðan þá er MSN music UK búið að loka og ég sit uppi með fullt af lögum sem ég get ekki spilað þrátt fyrir að hafa borgað fyrir þau. Og ég finn ekkert um hvert þetta MSN music fór eða hvern er hægt að hafa samband við. Það er það sem ég segi...það er alltaf eitthvað verið að plata mann..grrrr...fávitar

Ef einhver sem dettur hérna inn veit eitthvað um hvernig er í pottin búið með þetta þá væri ég mjög til í að heyra ...

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hættu að hlusta og farðu að skrifa ..um identity :D

3:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kíktu á þetta

http://support.microsoft.com/kb/891664

kv Pabbi

10:44 e.h.  
Blogger Anna Jonna said...

Sæl vertu,
mig langar að setja RSS af blogginu þínu á lista yfir íslensk blogg.

blogaislensku.blogspot.com

Ég var að reyna það en blogger kvartaði og sagði að það er slökkt á því.
Værir þú til í að kveikja á því?
KV. Anna

9:38 e.h.  
Blogger londonbaby said...

Held ég sé búin að kveikja á því núna anna jonna...

kv

þórdís

11:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta nokkuð eilífðarvilla?
Kveðja,
ILH.

3:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home