föstudagur, febrúar 23, 2007

Allt eða ekkert?
Ég held nú ótrauð áfram einræðum mínum varðandi klámþingið og viðbrögð við því sem má lesa á nánar öllum bloggsíðum á Íslandi. Eftir að hafa fylgst með rifrildum, rökræðum og almennu skítkasti fólks á milli fór ég aðeins að spá í eitt. Af hverju finnst sumu fólki að annað hvort eigi það að vera allt eða ekkert - svart eða hvítt?
Sumt fólk spyr, ætlar Radisson SAS hótelið núna að fara að ritskoða allar ráðstefnur sem það hýsir og velja úr gestum sínum?...og síðan er tekið eitthvað dæmi eins ætlar það t.d. að neita að hýsa þing finnskra leikskólakennara af því að þeir kenna múmínálfafræði í finnskum leikskólum, bara af því að sú stefna hugnast ekki eigendum Radisson SAS?? Eru þessar tvær samkundur alveg sambærilegar??
Síðan er voða vinsælt að drita yfir feminista og spyrja ...fyrst þið eruð á móti klámþingi/klámi af hverju eruð þið ekki eins sýnilegar í að berjast á móti ... t.d. hnattvæðingu/þrælahaldi/hvalveiðum/nautaati ....og talar þannig að ef maður hefur valið sér að taka þátt í baráttu fyrir/gegn einhverju þá verði maður að taka allan pakkann.
Ég man sérstaklega eftir því síðarnefnda þegar ég var í Amnesty á sínum tíma og var á rölti með undirskriftalista og stóð í að vekja athygli á mannréttindabrotum... þá fannst fullt af fólki að ég ætti frekar eða jafnvel líka að berjast gegn t.d. fóstureyðingum, demantasölu og flassara sem þá gekk laus í Fossvogi (man sérstaklega eftir öllum þessum dæmum... en þau voru ótal fleiri).
Nei ég var bara svona að spá..... góða helgi gott fólk

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er fín einræða. Endilega haltu áfram. Þið hinir sem lesið þið verðið að klappa líka fyrir ræðuritaranum

5:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég klappa svo sannarlega fyrir ræðuritaranum.
Kv.
ILH.

9:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æ ég er svo fegin að heyra í þér - og auðvitað er ég hjartanlega sammála þér eins og vanalega!
kv
hb

7:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home