þriðjudagur, júlí 03, 2007

Best að útskýra aðeins færsluna fyrir neðan þar sem ég sé að systir mín er ekki að fatta mig...þetta vill gerast þegar rauða þokan tekur yfir og ég þruma á lyklaborðið í reiðikasti og ýti svo á publish en maður minn hvað það er gott! :D

Eins og áður sagði þá finnst mér að þegar ég kaupi rándýra bíómiða og rándýrt sælgæti að ODEON sé búið að fá nóg af mínum peningum í einni heimsókn. Ég er að koma þarna í þeim tilgangi að horfa á eina kvikmynd og svo fer ég heim. Mér finnst þess vegna að ég sem áhorfandi eigi ekki að þurfa að eyða tíma mínum þarna inni lengur en þörf krefur af því að ODEON þarf að selja mig öðrum fyrirtækjum sem áhorfanda að auglýsingum. Þessi kvikmyndasamsteypa virðist kreista hvern eyri út úr einni heimsókn og ég yrði ekki hissa ef von bráðar birtust auglýsingar á klósettpappírnum hjá þeim.

Þetta er bara hluti af vaxandi pirringi mínum í hvað allt þarf að ganga kaupum og sölum þessa dagana og hvernir reynt er eftir mestum mætti að troða auglýsingum á hvern einasta flöt sem verður á vegi manns. Allt til að kýla vömbina hjá stórfyrirtækjum sem virðst vera að taka yfir heiminn smátt og smátt. Þessi pirringur er reyndar efni í heila bók þannig ég læt staðar numið hérna

2 Comments:

Blogger Unknown said...

Eins og alltaf er ég mjög sammála þér - við verðum sennilega að fara að læra það að mæta ekki í bíó fyrr en 15-20 mín of seint (eins og allir hér á landi virðast kunna svo vel) þá ætti auglýsingaflóðið að vera að fjara út. Svo verður þú líka að athuga það að áhorfendur á Shrek eru neytendur framtíðarinnar svo það er um að gera (fyrir auglýsendur) að venja þau við sem fyrst. Kenna þeim að partu af því að fara í bíó er að sitja undir þessum ósköpum í hálftíma, maulandi nammi sem yfirleitt klárast áður en myndin byrjar sem þýðir aðra ferð í nammisöluna. Þetta er allt saman eitt stórt samsæri! (gegn okkur sérstaklega- auðvitað!)

11:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst nú færslan hér fyrir neðan mjög skýr þrátt fyrir rauðu þokuna hihihi :)

En....
Til hamingju með daginn elsku vinkona! Vona að þú njótir dagsins í botn

Knús til þín frá mér :o)

10:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home