sunnudagur, maí 27, 2007



Jæja þá er farið að róast hjá mér og þá er kominn tími til að kommenta aðeins á þennan nauðgunarleik sem virðist hafa tekið Ísland með stormi. Best er að taka það fram að ég er ekki að verja þennan leik á neinn hátt, ég er aðeins að velta honum fyrir mér og deili þessum vangaveltum með ykkur.
Ég googlaði þennan leik og hann er komin frá japönsku leikjafyrirtæki sem virðist vera framleiðandi af mjög “sérhæfðum” leikjum. Þeir virðast framleiða leiki sem eru ætlaðir fyrir japanskan markað og þá aðallega svo kallaða hentai leiki sem eru erotiskir/klám manga leikir. Manga eru japanskar teiknimyndir sömu gerðar og t.d. Princess Mononoke og Pokemon. Hentai leikir eru ekki leikir sem almenningur á vesturlöndum þekkir mjög vel, þeir eru ekki seldir í leikjaverslunum og myndi ég áætla að um væri að ræða leiki sem eru frekar mikið á jaðrinum. Ég þekki ekki hversu útbreiddir þeir eru í Japan en veit að Japanskir leikir geta verið mjög góðir en líka “mjög sérstakir” enda framleiddir fyrir allt annað samfélag og allt aðra menningu.

Internetið hefur verið dásamað fyrir gera jaðarmenningum auðveldara fyrir að skapa sér sess og sérstaklega hefur verið einblínt á tónlistarmenn í því samhengi. Allir tónlistarmenn geta nú dreift sinni tónlist án þess að vera með plötusamning og tónlistaráhugamenn geta skipst á tónlistarskrám og skoðunum. Einnig hefur verið bent á að baráttuhópar geti núna gert baráttu sína sýnilegri og komið skilaboðum sínum á framfæri. En um leið og Internetið gerir hlutina auðveldari fyrir “sakleysingja” sem berjast fyrir góðum málstað og tónlistarmenn sem berjast í bökkum þá má gera ráð fyrir því að jaðarmenningar sem eru minna “viðurkenndar” muni líka finna þar stað til að breiða út boðskap sem er af öðrum toga. Hentai er ekki nýtt af nálinni í Japan en með tilkomu Internetsins hefur það dreifst um heiminn og er núna aðgengilegt fyrir alla sem hafa aðgang að nettengdri tölvu. Þannig hefur þessi “leikur” borist til Íslands og ég held að það sé alveg óþarfi að álykta að núna sé allt á leið til glötunar. Alveg eins og blómálfaáhugamenn skiptast á upplýsingum á netinu svo gerir hentai áhugafólk.

Varðandi þennan leik þá las ég um hann gagnrýni og hérna virðist á ferðinni fyrirbæri sem er varla hægt að kalla tölvuLEIK…þar sem það virðist ekki vera mikið challenge á ferðinni og mér sýnist að sá sem situr við stjórnvölinn geti ekki tapað heldur hafi allt vald í sinni hendi. Þannig ég efast stórlega um að tölvuleikjaáhugamenn muni flykkjast um þennan leik að einhverju viti þar sem að leikja-elementið virðist vanta að mestu leyti. En þar sem umfjöllun á mbl.is hefur séð vel um að auglýsa þennan leik kæmi mér ekki á óvart að fyrir forvitnissakir muni niðurhal á honum á Íslandi aukast. Skiptir engu þó að hann hafi verið fjarlægður af torrent.is það er hægt að nálgast hann á ótal marga aðra vegu þar sem síður eins og torrent eru út um allt.


*þessi mynd að ofan er ekki úr leiknum

2 Comments:

Blogger Unknown said...

Takk fyrir þetta - vissi að ég gæti treyst á þig.

9:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætla ekki að blanda mér í netklámið, enda viðkvæm sál, eins og allir vita sem þekkja.
Hins vegar þetta: Til lukku með að vera búin að skila inn ritgerðinni, megirðu eiga rólegri tíma með þér og þínum.
Kv.,
ILH.

4:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home