þriðjudagur, mars 27, 2007

Mýslan er lasin heima og liggur undir sæng og horfir á vídeó. Í dag hefur hún horft á 6 þætti af Life of Mammals með David Attenborough. Hún er afar ræðin um dýrin og gaukar að mér fróðleiksmolum um blettatígra, þvottabirni, refi, héra og leðurblökur. Hún á margar bækur um dýr og hún veit miklu meira um þau en ég. Þannig að þrátt fyrir að ég komist ekki upp í háskóla í dag þá er ég samt að læra :D
Það er allt bara rólegt hér í Guildford og mest lítið að frétta held ég...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra frá ykkur. Sendi mýslu litlu bestu kveðjur um góðan bata. Veit mamma mýslu að ánamaðurinn andar með húðinni!!? Sá neðar í blogginu eitthv. um nýja verslun í Guildford, ekki slæmt það. Veit svo sem ekki hvort þessu var beint til mín neitt sérstaklega. Heyrði rétt í þessu frá "hælismat" nokkrum í Hveragerði sem sendir ykkur kveðjur.
ILH.

3:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Átti að vera ánamaðkur, afsakið.

3:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home