föstudagur, mars 16, 2007

Er búin að vera á leiðinni að skella inn færslu í marga marga daga en aldrei nennt ad tölvast þegar ég kem heim eftir dag í skriftarvítinu. Hef þess vegna dælt inn á síðuna nokkrum youtube myndböndum...vona að þið hafið skemmt ykkur vel.

Horfði á mynd á Channel4 sem heitir The Great Global Warming Swindle sem mér fannst mjög áhugaverð. Ég er of tóm til að skrifa um hvað hún er en Mengella skrifar fínan pistil um hana sem ég leyfi mér að linka á.

Þessi mynd er einskonar mótsvar á móti Al Gore myndinni Inconvenient truth, sem ég nennti ómögulega að fara að sjá eftir að hafa séð trailerinn í bíó. Nenni ekki einhverju svona Ameríku drama, hrynjandi ísjakar, drukknandi ísbirnir, dáið fólk í eyðimörk, hvirfilvindar, flóð og ég veit ekki hvaða hörmungum sem maðurinn tróð í þennan 3 mínútna trailer....ég var orðin hálf smeyk að fara út úr bíóinu ef ske kynni að heimsendir hefði gerst akkúrat á meðan ég horfði á Volver.

Síðan horfði ég á þennan þátt...The Trap sem var mjög góður, mæli með honum ef þið hafið tækifæri að sjá hann. Þátturinn skoðar hugmyndir okkar um frelsi einstaklingsins, hvaðan þær koma og hvernig þær hafa þróast.

Hmmm... held að þetta sé orðið of gáfulegt fyrir mig núna svona seint... er líka pínu þunn og tóm eftir rokkkvöldið góða sem við hjónin skelltum okkur á í gærkvöldi. Var búin að lofa Önnu Karen að ég myndi blogga um það...kannski ég skelli mér í það á morgun

Góða nóttttttt

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég bíð spennt eftir bloggi um rokkkvöldið rosalega!

Bestu kveðjur til ykkar allra...
Anna Karen

2:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home