laugardagur, apríl 28, 2007

Þá er það taka tvö á þessa færslu því tölvan ákvað að deyja úr leiðindum á meðan ég sló inn fyrri útgáfuna. Sú var mun fyndnari en þessi verður, þannig að ég vona að tölvan springi ekki í loft upp...

Sem sagt...þá lofaði ég móður minni að ég myndi blogga fyrir Ingu Lóu því hana vantar eitthvað að lesa.

Í fréttum er þetta helst:

Ég er enn að vinna í doktorsritgerðinni og gengur bara vel.

Hér er sól og blíða og Englendingar allir eru nú samtaka um að grilla sem mest og við erum að fara í okkar aðra (á stuttum tíma) grillveislu á morgun. Hef reyndar aldrei skilið hvað er svona rosalega skemmtilegt við að borða grillaðar pylsur, berjast við skordýr á meðan maður stiknar úr hita og fær smátt og smátt sólsting. En hey!...til að vera ekki fúla konan þá mæti ég ávallt á staðinn og treð mér í skuggann og held uppi afar skemmtilegum samræðum sem snúast oftast um það að útskýra hvernig maður fær doktorsgráðu í að spila tölvuleiki :D

Mýslan er þrælhress og á afmæli eftir nokkra daga. Hún valdi, í staðinn fyrir að hafa veislu, að bjóða tveimur vinum í safaripark þann 12. maí. Móðir hennar er afar þakklát fyrir það þar sem hún (móðirin) er ekkert rosalega mikil barnaveislukona en mun meiri safarikona, sérstaklega ef um er að ræða aðeins 3 börn í stað 15 :D

Ásdís og Doddi eru að fara að útskrifast von bráðar sem "Masters of the Universe"...svoltið eins og He-Man og She-Ra...óskum þeim til hamingju með það hér með :D


Man ekki meira í bili

Tómhöfði

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég þakka þér fyrir að bregðast fljótt og örugglega við bón móður þinnar. Þetta með múmínálfinn er vert að íhuga, mikil speki,í alvöru, ég meina það, eins og krakkarnir segja. Ég bíð svo spennt eftir afmælisdagsfréttum úr safaripark. E.t.v. verður "grillað" þar, aldrei að vita.
ILH

3:47 e.h.  
Blogger Unknown said...

ég hlakka svo til þegar þú útskrifast - þá verður sko ekkert grillvesen! og bannað að tala um atvinnumöguleika doktora í tölvunotkun en áhersla lögð á að tala illa um fólk svona almennt.
- var annars á kaffihúsi í gær með madame Austfjörd - áttum afskaplega notarlega stund saman og ákváðum að stofna hreingerningarfyrirtæki sem mun aðallega taka að sér að skúra og skrúbba kaffihús bæjarins - þau sem ekki eru brunnin.
söknuðum þín en þarna opnast að sjálfsögðu atvinnumöguleikar.....

7:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vorum sem sagt á Mokka og ég verð að segja það, að okkur, alla vega þá sem þetta skrifar, langaði að taka til hendinni og þrífa svolítið. Skoðuðum svo leirbolla í búðarglugga á leiðinni heim og varð hugsað til þín. Gengum síðan Skólavörðustíginn upp að kirkju í flottu veðri. Svoleiðis var það nú.
Góður dagur þetta.

8:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home