sunnudagur, apríl 29, 2007

",,Ég er ekkert hræddur við ísdrottninguna," sagði múmínsnáðinn. ,,Það eru hinir sem ég er hræddur við - þessir sem ég þekki ekki. (...) Tikka-tú nuddaði nefið og varð hugsi. ,,Sjáðu til," sagði hún eftir nokkra þögn, ,,það er svo margt sem hvergi kemst fyrir á sumrin, haustin og vorin. Allt sem er óframfærið og kannski dálítið skringilegt. Það eru bæði náttdýr af ýmsu tagi og fólk sem aldrei finnur stað við sitt hæfi og enginn trúir á. Þess konar verur eru í felum meirihluta ársins...."


Þessi þarfa hugleiðing dagsins kemur frá Tove Jansson og er úr bók hennar Vetrarundur í Múmíndal.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Made my day ;-) Múmínálfarnir eru fltotastir! Vona að allt gangi vel hjá ykkur. kveðja 'Asa

11:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home