Ásdís systir sagði að ég ætti að blogga og ég geri alltaf eins og hún segir mér- síðan sá ég að fleiri bíða í andakt eftir pistli ...so here goes...
Kom til baka frá Hull (nei Rannveig það er voða lítill sjarmi yfir Hull...en það eru lítil sæt þorp og smábæir í kring sem eru svo sem í lagi) og fór til Íslands. Aðal tilgangur ferðarinnar var að fara í brúðkaup Önnu og Benna sem reyndist vera prýðisbrúðkaup og enn og aftur til hamingju kæru brúðhjón. Síðan var restinni af tímanum eytt í ferðir í Smáralind, Kringluna, Ikea, góða hirðinn og fornbókabúðir. Mig vantar nefnilega gömlu Múmínálfabækurnar og Elías bækurnar. Þannig ef þú lesandi góður veist um slíkar bækur sem eru einar á háalofti einhversstaðar ... endilega láttu mig vita. Í kringlunni fann ég búð sem selur múmínálfabolla og kom hróðug heim með tvo slíka :D
Ég og Ásdís systir eyddum miklum tíma í að liggja út af á ýmsum stöðum í Karfó...keyrandi á milli staða sem var ósköp notalegt. Ég fór ekkert út á lífið enda með eindæmum löt kona...fór samt á rúntinn með mömmu sem hefði talist til tíðinda í gamla daga þegar maður vildi helst að vinir manns héldu að maður hefði verið einræktaður í tilraunaglasi.
En annars er svo sem allt við það sama á Íslandi sýnist mér...jeppunum fjölgar stöðugt...og meira að segja er þetta syndrom svo smitandi að ég er að passa einn sem endar líklega uppi á íslandi fyrr en síðar.
Mýslan er hress, Jozeph heldur áfram að æfa sig að keyra - ég er að æfa mig að þegja á meðan og sleppa handfanginu sem ég held fast í...krumpa bara vegakortið á meðan ég æpi innra með mér...
over and out
Kom til baka frá Hull (nei Rannveig það er voða lítill sjarmi yfir Hull...en það eru lítil sæt þorp og smábæir í kring sem eru svo sem í lagi) og fór til Íslands. Aðal tilgangur ferðarinnar var að fara í brúðkaup Önnu og Benna sem reyndist vera prýðisbrúðkaup og enn og aftur til hamingju kæru brúðhjón. Síðan var restinni af tímanum eytt í ferðir í Smáralind, Kringluna, Ikea, góða hirðinn og fornbókabúðir. Mig vantar nefnilega gömlu Múmínálfabækurnar og Elías bækurnar. Þannig ef þú lesandi góður veist um slíkar bækur sem eru einar á háalofti einhversstaðar ... endilega láttu mig vita. Í kringlunni fann ég búð sem selur múmínálfabolla og kom hróðug heim með tvo slíka :D
Ég og Ásdís systir eyddum miklum tíma í að liggja út af á ýmsum stöðum í Karfó...keyrandi á milli staða sem var ósköp notalegt. Ég fór ekkert út á lífið enda með eindæmum löt kona...fór samt á rúntinn með mömmu sem hefði talist til tíðinda í gamla daga þegar maður vildi helst að vinir manns héldu að maður hefði verið einræktaður í tilraunaglasi.
En annars er svo sem allt við það sama á Íslandi sýnist mér...jeppunum fjölgar stöðugt...og meira að segja er þetta syndrom svo smitandi að ég er að passa einn sem endar líklega uppi á íslandi fyrr en síðar.
Mýslan er hress, Jozeph heldur áfram að æfa sig að keyra - ég er að æfa mig að þegja á meðan og sleppa handfanginu sem ég held fast í...krumpa bara vegakortið á meðan ég æpi innra með mér...
over and out
3 Comments:
veivei blogg :)
Svo er bara að redda þér harðspjalda vegakorti ;)
Hvaða sjálfspíningarhvöt er það að sitja með Jósef í bíl?? ;O)
Ég tek undir með systur þinni, veivei blogg.
Helstu fréttir frá Fróni: Í dag, (fyrir sunnan)skín sól, sem sagt gott.
Kveðja,
Inga Lóa.
Skrifa ummæli
<< Home